Komin heim (fyrir löngu) / Home again

Jæja tími á uppdögun... Komum heim á þriðjudaginn og allt gengið eins og í sögu. Bjarki er mjög ánægður með að vera kominn heim, en finnst pínu erfitt að fá ekkert að klifra eða hlaupa um. Allar góðu gjafirnar hafa þó hjálpað til. Hann er búinn að fá fúsball spil (fótboltaspil) í leikherbergið og svo fékk fjölskyldan wii sem er notað daglega. Svo fékk hann nokkrar bækur og DS tölvuleiki, svo allar reglur um spilatíma eru horfnar og settar inn hvíldartímareglur í staðinn. Í hvíldartímanum er svo horft á Star Wars myndirnar aftur og aftur. Já það er nú bara ágætt þegar þetta er orðið lúxusvandamál. Svo er Vala amma í heimsókn til að dekra við mann! Gabríela fékk að vera heima í 2 daga en sá svo að það væri bara betra að vera í leikskólanum, þar fær maður alla vega að fara út að leika.

Bjarki fær ekki að fara í skólann í amk viku í viðbót og svo ekkert sprikl í 4 vikur. Förum í eftirlit eftir viku. Foreldrarnir eru líka glaðir að koma heim, mikill léttir á heimilinu og tökum okkur bara góðan tíma í að slaka á og koma hlutunum í réttar skorður. 

 

Time for an update. We got home on Tuesday and things are going well. Bjarki is very happy to be home, but it´s a little hard to get used to no climbing or running. All the good presents are being used well. There´s a fuzball game in the playroom, the family aquired the wii system and there are some new DS games and books. All game-time rules are on hold and now there are only rules about quiet time every now and then. I guess it´s kind of nice to have this luxury problem going on now. Gabriela was home for a couple of days, but was happy to go back to daycare today, were she at least is allowed to run around and go outside to play. 

Bjarki will stay home for at least a week, and then no real activity (gym/recess) for 4 weeks. We´ll have a follow-up with the cardiologist in 1 week. The parents are glad to be home too, it´s a great relief and we are taking plenty of time to relax and regain energy and the former programs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt að heyra.

Kveðja frá Flórída.

Arnar & Aldís.

Arnar og Aldís (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Gott að heyra að allt gengur vel. Kær kveðja frá klakanum (það er sko orðið kalt haust hér með tilheyrandi hálku og hálkublettum).

Karin Erna Elmarsdóttir, 5.10.2009 kl. 09:22

3 identicon

Haha, mikið held ég að pabbinn sé ánægður með allar gjafirnar!
Frábært að heyra hvað Bjarki braggast vel. Þvílík hetja!

Kveðjur úr Hlíðunum.

Benson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:09

4 identicon

Frábært að heyra hvað þetta gekk vel og að Bjarki er að braggast.... Tek undir með Benson að pabbinn hlýtur að vera ánægður með gjafirnar - við þyrftum kannski að kíkja á þær :) Hlýjar kveðjur til ykkar allra frá okkur Önnu Karen.

Atli.

Atli (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband