Batnandi gaur...

Bjarki er búinn að eiga góðan dag, sterkari skammtur af bólgueyðandi (íbúfen!) virðist vera málið. Hann er búinn að vera frekar líkur sjálfum sér í dag og bara ekkert fundið til. Sökkið í blóðinu var hátt, sem styður þá kenningu að þetta eru bólgur í kringum gollurhúsið (kringum hjartað) sem er að valda þessu veseni. Hann er búinn að vera á fótum að leika sér og borða vel, og bara í góðum gír. Við skruppum niður í lobbí áðan að spóka okkur, og Bjarki krafðist þessa að fá að labba niður stigann af 8.hæð "til að eyða einhverri af þessari orku sem ég hef svo ég geti sofið í kvöld!" Snillingur.

Á morgun verður væntanlega önnur hjartaómskoðun og við erum að gera okkur vonir um að komast heim eftir það. Sjáum til. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Hann er bara snillingur drengurinn;)

Karin Erna Elmarsdóttir, 26.10.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband