Aftur til Boston...

Um síðustu helgi fór Bjarki að finna fyrir verkjum í vinstri öxlinni, sem var að aukast og svo farnir að vera í bakinu og brjóstinu líka. Læknarnir vildu fá hann inná spítalann til að rannsaka þetta, við rukum þangað seint í gærkvöldi. Eftir tölvusneiðmyndatöku um miðja nótt vaknaði grunur um að það væri rof í ósæðinni, sem er ansi slæmt mál - við vorum því send á gjörgæslu og eftir að hafa hitt ca 15 lækna á Yale, fengum við að fara til Boston. Svo Bjarki fór í sína aðra sjúkrabílaferð, í rosa flottum bíl, með flatskjá og alles. Eftir erfiðan og langan dag með blóprufum, röntgen og allskonar leiðindum, endaði Bjarki í MRI. MRI rannsókninn skar loks úr um að ósæðin er í fínu standi og ekkert sem þarf að laga þar. Hann er með smá vökva kringum hjartað, sem gæti verið vegna bólgu sem getur myndast eftir aðgerðina og er hugsanlega að valda honum verkjum. Hinn möguleikinn er lungnabólga sem er ólíklegra, en við verðum hér á Children´s hospital í Boston sennilega í ca 2 daga þar til málin skýrast betur og kappinn lagast. 

Baddý amma mætti bara akút á svæðið og ætlar að vera hjá duglegu Gabríelu og verður ósköp gott að hafa hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll, við hugsum mikið til ykkar og hlökkum  til að sjá Bjarka hressan og frískan aftur. Lilja

Lilja frænka (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Gott að heyra að ósæðin sé í lagi. Gangi ykkur vel og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Knús og kossar Karin

Karin Erna Elmarsdóttir, 22.10.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband