Allt í gangi

Föstudagurinn var nú algjör familídagur. Alli fór um morguninn með Gabríelu í leikskólann og tók sig til og eldaði með börnunum. Hann gerði Butternut squash súpu (hef ekki hugmynd hvað það heitir á íslensku en einhvers konar halloween grænmeti), börnin hjálpuðu öll til og skemmtu sér mikið vel og Gabí var rosalega stollt með allt saman.  Súpan var svakalega góð viti menn, mamman mætti í hádeginu og fékk sér með þeim líka.

Svo tók ég dömuna bara heim og við fórum svo í skólann til Bjarka, á Town meeting. Það er svona skóla"skemmtun" sem haldin er ca annan hvern mánuð og bekkirnir eru með atriði. Bjarki átti að mæta í camouflage fötum, og þau sungu svo öll ABC chant í hermannastíl. Minn maður var nú alveg svakalega montinn með þetta allt saman og stóð sig eins og hetja. Svo var pitsukvöld um kvöldið en Alli er orðin algjör pitsugerðasnillingur. 

Helgin átti svo að vera í rólegri kantinum, en allt kom fyrir ekki. Tinna og Óli í Hartford buðu okkur í heimsókn, svo við gistum þar, Ásdís mega-aupair tók að sér börnin (sérstaklega Gabríelu sem límdist bara við hana) og grownups liðið fór út að borða á rosalegan sjávarréttarstað og mín bara farin að borða ostrur af bestu list. Einhvern veginn enduðum við svo á Karíóki en Guð tók völdin og gerði listann of langann svo engu af okkur tókst að syngja, thankjúverí!

Svo hélt þetta bara allt áfram á sunnudeginum, Jessica mætti til að passa (Gabí: "já Jessica kemur af því þið ætlið að hlusta á tónlist - er það ekki?) en ekki í þetta skipti, Kjarri og Gauti og dömur voru mættir í stóra eplið svo við fórum bara og hittum þau út að borða í NY - haldið það sé? 

Svona er nú lífið á labbinu, verður róleg vika og svo kemur önnur helgi.... 

Góðar kveðjur heim, við hugsum mikið til ykkar allra og heyrumst fljótlega, 

Jósi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Greinilega nóg að gera hjá ykkur.  Væri sko til í að upplifa eitthvað af þessu með ykkur...en koma tímar koma ráð..mörg knús og kossar frá heimilislausu fjölskyldunni..

Karin Erna Elmarsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband