Hetjan kominn úr gjörgæslu / The champion is out of the ICU

 

Allt gekk vel í gær, og má segja að Bjarki hafi tekið sig úr öndunarvélinni sjálfur. Tók eitt gott hóstakast þegar hann var að vakna og túban flaug halfa leið úr hálsinum. Nóttin gekk vel, drengurinn var á köflum útúrgeggjaður á Morfíni einsog pabbinn orðaði það, og tilkynnti móður sinni það að kannski yrði hann bestur á spítalanum í að vera góður sjúklingur. Held að svona keppnisskap geti bara hjálpað – svo laumaði hann því líka að mömmu sinni að einu sinni plataði hann “óvart” þegar hann hrinti systur sinni en sagðist ekki hafa gert það – gott ef við gætum haft svona sannleikslyf í rassvasanum til vara þegar við komum heim

Búið er að fjarlægja allar slöngur nema einn lítinn æðalegg og smá súrefni í nös. Komum svo á almenna deild fyrir stuttu og smá verkjavandamál þegar þetta góða var að fjara út en erum nú að ná tökum á því og stefnir Bjarki á að komast framúr á eftir. Frostpinnarnir gera líka sitt gagn á svona stundu. Semsagt allt á blússandi plani.

Við þökkum allar góðar kveðjur, það er gott að finna svona styrk frá ykkur öllum.

 

Everything continues to go well. Bjarki got himself off the breathing machine last night, had one good coughing fit when he was waking up and the tube was half way out. The night went well and the boy was high as a kite from the Morphine. He told his mom that maybe he would be the best patient in the hospital to care for, I think we can . Then he also told his mom that once he “accidentally” lied when he pushed his sister and then told us he didn´t do it. Would be handy to have this “truth” serum  around at the house at times.

All the tubes and drains are out except one iv line and the nasal oxygen. We got to the general ward a short while ago and mainly doing pain control things today. The goal is to get out of bed today and maybe check the playroom out. Popsicles come in handy in times like these. So all in all, full speed recovery going on!

We are grateful for all the wishes, it is good to find the support from friends and families.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru frábær tíðindi af ykkur og já, ekki að spyrja að keppnisskapinu - ekki sonur foreldra sinna fyrir ekki neitt.

Sendum ykkur hugheilarkveðjur frá úr íslensku haustveðri. Hlökkum til að heyra hvað gerist á fótboltavellinum. 

Margfalt knús. Ykkar vinir Júlía og Freyr.

Júlía og Freyr (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:57

2 identicon

Elsku fjölskylda, ástar kveðjur og gott að fá að fylgjast með. Knúsið afmælisdenginn sem e lítil ofuhetja, frá okkur. Luv Magnea og co

magnea (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 07:51

3 identicon

Kæra fjölskylda.  Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá Bjarka afmælisbarni dagsins.  Þetta er hörkustrákur eins og hann á kyn til.  :) 

Bestu kveðjur til ykkar allra. 

Sigga og Þórður

Sigga og Þórður (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband