Hjartagallinn og aðgerðin núna!

Bjarki fæddist með hjartagalla sem kallast Truncus arteriosus og er í meginatriðum það að ósæðin (aorta) og lungnaslagæðin (pulmonary artery) koma sem ein æð frá hjartanu í stað tveggja. Ýmsar tilbrigði eru til af þessum galla, og Bjarki hafði einnig gat á milli gátta (atria) og slegla (ventricle) sem er frekar algengt og svo var hann með rof á ósæðinni sem er sjaldgæfara. Í fyrstu aðgerðinni hans voru götin á milli hólfanna lokuð, rofna ósæðin var tengd saman og sett var inn ný æð fyrir lungnaslagæðina. Truncusinn, eða sameiginlega æðin sem var til staðar stendur þá sem ósæðin.
Nýja æðin sem var sett inn kemur frá öðrum einstakling, en er verkuð þ.a. hún er ekki lifandi, og vex þ.a.l. ekki með honum. Inní þessari æð eru líka hjartalokur, sem verða lekar þegar æðin verður of lítil. Núna stendur til að skipta um þessa æð hjá Bjarka, því lekinn er orðinn það mikill að hægri slegillinn er orðin of stór. Þetta er aðgerð sem við vissum alltaf að þyrfti að gera og tímasetningin er ráðin af stærð hægri slegilsins, en hún var mæld í MRI rannsókn sem Bjarki fór í nýlega. Þetta er gert áður en lekinn fer að hafa áhrif á “starfsgetu” hjartans, og því finnur Bjarki ekki fyrir neinum einkennum af þessu.
Þetta kallast opin hjartaaðgerð þar sem farið verður í gegnum bringubeinið til að skipta um þessa lungnaslagæð og sett verður inn annað hvort gerviæð eða æð úr öðrum eintaklingi. Þessi æð er þó miklu einfaldari og minni umfangs en fyrsta aðgerðin sem hann fór í. Hún tekur ca 3 klst, honum verður þó haldið sofandi á gjörgæslu í 12-24 klst á eftir og verður svo ca 2 daga á gjörgæslu. Ef allt fer að óskum má reikna með að sjúkrahúsvistin verði ca 7-10 dagar. Bringubeinið er svo aðal endurhæfingafaktorinn, og tekur það um 6 vikur að gróa, en Bjarki verður komin samt vel á ról og væntanlega í skólann aftur talsvert fyrr, þó hann megi ekki fara strax aftur í íþróttir og hamagang.

 Aðgerðin verður þann 24.september, á Children´s Hospital í Boston. 


Villtur?

Gabríela var að ræða við pabba sinn um dýr í morgun, talið barst að villiköttum,

pabbi: "ha var það villiköttur?" 

Gabí: " já pabbi þú manst, svona köttur sem villtist!"


Matvælafræðingur heimilisins:

Í morgun þegar mamma var að gefa honum morgunmat...

Bjarki: "Mamma! Hvað er mikill sykur í Kornflexi?

Mamma: "2g"

Bjarki: "Hvað eru 12+9+2?"

Mamma: "Þú getur reiknað það!"

Bjarki: (eftir ca 1 min) : "Já 23!"

Mamma: "akkuru? "

Bjarki: "Það er sykurinn sem ég er að borða!"  -- með mjólk, kornflex og  Honey nut! 


Pabbi ofurhetja!

Gabríela: "Mamma! Það getur enginn opnað lokið á þessari smoothies könnu (blenderinn) nema pabbi...og Spiderman... og Súperman... og já líka Batman! " 


Vetrartimi

klukkan okkar breyttist um helgina og vid natthrafnarnir skiljum ekkert i thvi af hverju tharf ad stytta daginn um klst a veturnar og gera enn erfidara ad hringja til Islands thvi nu er 5 tima munur!!!

Krakkarnir toku lika eftir thessu og veltu thvi fyrir ser af hverju vaeri ordid svona dimmt.   Vid kvoldmatarbordid:  Bjarki: "Er manudagur?"   Gabriela:  " Nei thad er nott"  Bjarki: "En madur verdur samt ad segja manuDAGUR"  Gabriela: " En ekki Manunott?" Svo hofumst ymsar kruttlegar vangaveltur um thad.   Gaeddum okkur a hangiketi og uppstuf i afgang fra i sidustu viku, ekki slaemt.   Gledilegan vetur og krossum fingur fyrir morgundaginn, thvi ef Obama tapar neydumst vid til ad flytja ur landi...


Halló vín

...nei Halloween!!! Bj var Anarkin skævoker (æ þið vitið pabbi Lúks sem verður svo svarthöfði) og Gabígirl vakti ofurathygli sem súpergirl alveg megakrútt. Mamman fór á röltið og bankaði hjá öllum nágrönnunum, svaka stuð þegar maður þekkir orðið slatta af liðinu. Krakkarnir fengu auðvitað tonn af nammi (sem ég enda væntanlega á að henda eftir ár...)

Allinn var heima og skemmti sér konunglega í að gefa öllum bænum sælgæti, en það koma heilu bílfarmarnir af krökkum til að trikka og tríta. Það fóru hér ca 7 stórir sælgætispokar af nammi. Bjarki og Gabí höfðu líka rosa gaman af því að gefa en Bjarka fannst sum börnin full dónaleg "sögðu ekki einu sinni trick or treat og sum sögðu ekki thank you!! " hvar er þetta alið? 

Í gær var svo elda íslensk lambalæri, sem maður getur keypti í wholefoods í oktober, höfðum góða gesti í mat og áttum fína stund. Ætli sé svo ekki bara róló í dag og bíltúr, fer svo að pakka því við förum til Chicago á Miðkudaginn... 


Storborgarhelgi

Bara allt brjalad, klaradi jolagjafirnar i sidustu viku svona nokkurn veginn thvi i gaer var Helga magkona i Boston, svo vid brunudum thangad i dinner i gaer og skiptumst a jolapokkum. Fengum lika hangikjet, flatkokur og ymislegt fleira godgaeti, stalumst i flatkokurnar i dag, svei mer tha, verd bara ad laera ad steikja svona.

A fostudaginn var svo tonleikakvold, krakkarnir aftur i sleepover, og vid med lestinni til NYC. Forum ut a borda a Russian Vodka room sem vid maelum eindregid med, spes russastemning, frabaer matur og allavega vodka! Svo var bara The Killers i gedveiku studi og eg er enntha ad hoppa. Gistum svo a algeru melluhoteli, thvi odyrasta sem vid fundum, en var a finum stad. Dokkbrunmaladir veggir og sjonvarpid hefdi selst dyru verdi a antiksolu. Sa engar rottur og enga kakkalakka og rumid var hreint  svo vid lifdum thetta af. Var samt nogu sjabbi til ad vid giftu hjonin rodnudum baedi thegar receptionistinn sagdi: Yes you have on room, two people, one bed!  Reyndum ad veifahringjunum framan i rumenana fyrir aftan okkur.

Tharna  a milli var svo bara roleg fjolskylduhelgi, Gabriela syngur allan daginn, I'm a little teapot short and stout....  og Bjarki bara i fotbolta. 

j

 


Allt í gangi

Föstudagurinn var nú algjör familídagur. Alli fór um morguninn með Gabríelu í leikskólann og tók sig til og eldaði með börnunum. Hann gerði Butternut squash súpu (hef ekki hugmynd hvað það heitir á íslensku en einhvers konar halloween grænmeti), börnin hjálpuðu öll til og skemmtu sér mikið vel og Gabí var rosalega stollt með allt saman.  Súpan var svakalega góð viti menn, mamman mætti í hádeginu og fékk sér með þeim líka.

Svo tók ég dömuna bara heim og við fórum svo í skólann til Bjarka, á Town meeting. Það er svona skóla"skemmtun" sem haldin er ca annan hvern mánuð og bekkirnir eru með atriði. Bjarki átti að mæta í camouflage fötum, og þau sungu svo öll ABC chant í hermannastíl. Minn maður var nú alveg svakalega montinn með þetta allt saman og stóð sig eins og hetja. Svo var pitsukvöld um kvöldið en Alli er orðin algjör pitsugerðasnillingur. 

Helgin átti svo að vera í rólegri kantinum, en allt kom fyrir ekki. Tinna og Óli í Hartford buðu okkur í heimsókn, svo við gistum þar, Ásdís mega-aupair tók að sér börnin (sérstaklega Gabríelu sem límdist bara við hana) og grownups liðið fór út að borða á rosalegan sjávarréttarstað og mín bara farin að borða ostrur af bestu list. Einhvern veginn enduðum við svo á Karíóki en Guð tók völdin og gerði listann of langann svo engu af okkur tókst að syngja, thankjúverí!

Svo hélt þetta bara allt áfram á sunnudeginum, Jessica mætti til að passa (Gabí: "já Jessica kemur af því þið ætlið að hlusta á tónlist - er það ekki?) en ekki í þetta skipti, Kjarri og Gauti og dömur voru mættir í stóra eplið svo við fórum bara og hittum þau út að borða í NY - haldið það sé? 

Svona er nú lífið á labbinu, verður róleg vika og svo kemur önnur helgi.... 

Góðar kveðjur heim, við hugsum mikið til ykkar allra og heyrumst fljótlega, 

Jósi


Alvorubloggari??

Eg held thad bara ef thad er buid ad klukka mig og eg tek thatt!!!
Karin min her koma min svor: \

4 störf sem ég hef unnið: Simadama hja Kerfi hf., Pylsuafgreidslukoma i Select, allskonar bokhaldari og sjodavarsla hja Fjarfestingafelagi Islands og svo audvitad heilsugaeslulaeknir a Faskrudsfirdi!

4 uppáhaldsmyndir: Jaeja, Forest Gump, Pretty Woman (tho eg se nu haett ad horfa a hana), Amelie og

4 staðir sem ég hef búið á: Frakkland (Aix-en-Provence), Reykjavik, Danmork(Copenhagen) og nu USA - New Haven, CT

4 uppáhaldssjónvarpsþættir: Friends stendur enntha fyrir sinu, Saturday Night Live er ordid omissandi, Scrubs og My name is Earl eru sennilega algengastir.

4 staðir heimsóttir í fríi: Vermont a skidi, Tenerife (er alvoru Islendingur), Kaupmannahofn (er alvoru Islendingur) og Madonna a Italiu

4 síður: Google, mbl.is, cnn.com og facebook

4 uppáhalds matarkyns: Lambalundir ala Alli, Risotto ala Alli, Rocky road Hagen daaz og Lasagna (ala eg)

4 uppáhaldsbækur: Time travelers wife, Wonder when you'll miss me, Lifo of Pi og Alice in wonderland (takk Alli) en ekki Marley and me (takk Alli!)

Og svo a madur vist ad klukka, Karin get eg klukkad thig til baka thar sem thu ert vaentanlega su eina sem lest thetta?
Eda kannski profa eg Gydu! Klukk Gyda!

Kv Jorunn (af thvi einhverjum datt i hug ad Alli vaeri ad skrifa thessa vitleysu!)


Rosalega ljuf New York ferd!

Vid gomlu skruppum til NY i gaer! Hoppudum i lestina, Jessica sotti krakkana i skolann og sa um allt. Vid tokum hjolataxa i Central park, finnst svona eitthvad nett afbakad ad lata kall hjola um med mann, en hann fekk fina aefingu og vel borgad. Svo saum vid Swell Season spila, i svakalega huggulegu umhverfi innan um tren in Central Park, stjornubjart uti (madur ser alveg ca 7 stjornur fra Manhattan) og fullt af flugvelum, rosalega gott vedur og tunglskin. Og o madur thessi hljomsveit er svo dasamlega skemmtileg. Eg maeli med Falling slowly, The moon, og Lies er alveg i uppahaldi. Svo var strikid tekid aftur nidur a Grand Central thar sem vid kiktum inn a fokdyran ressa til ad reyna ad fa sma naeringu. Alli komst a sens med einum sextugum og eg fekk kalda eplakoku med engum is eda rjoma svo eg maeli nu ekki alveg med thvi ad setjast nidur a Grand Central. Svo svafum vid bara i lestinni a leidinni heim. Verdum ad gera meira af thessu (hugsum vid alltaf).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband